Vertu velkomin(n) á Wikipediu á málinu Ido. Ido kom fyrst fram árið 1907 sem endurbætt Esperanto og höfðu kennarar og málamenn unnið að því í sjö ár. Ef til vill tekur þú eftir því að Ido svipar til Esperanto, en þó eru allmörg atriði öðruvísi. Til dæmis engar kommur eða önnur tákn yfir bókstöfum, notkun 'q' og auk þess mörg orð.

Ef þú ert að læra Ido og værir til í að skrifa greinar fyrir Wikipediu á Ido, þá gerðu svo vel! Hér er fólk sem leiðréttir málið ef þú gerir mistök. Notaðu bara {{Revizo}} taggið ef þú telur að greinin hefði gott af málfræðilegri endurskoðun.

Aðalsíða Ido málsins er hér, útgáfur á Ido eru hér og grein íslensku Wikipediu um Ido er hér. Listi yfir heimasíður á Ido er hér. Að síðustu eru hér raktar meginástæður þess að taka Ido fram yfir hið þekktara Esperanto.